Færslur: 2007 Janúar

26.01.2007 12:45

34 vikur og 5 dagar

Halló halló

Jæja ef maður er ekki búinn að vera aðeins of latur við að skrifa hérna, en það ætti að fara að rætast úr því  
Ég fór í mæðraskoðun á miðvikudaginn og það kom í ljós að ég er komin með of háann blóðþrýsting og eggjahvítu í þvagið sem er víst ekki alveg nógu gott. Ljósmóðirin mín skipaði mér allavega að hætta að vinna og fara að taka því mjööög rólega, taka mataræðið í gegn og forðast allt salt. Það er strax orðið erfitt en ég þrauka þetta og fyllti bara ískápinn af ávöxtum og grænmeti í gær, gott að grípa í eitthvað svoleiðis þegar manni langar í eitthvað að narta. Annars hef ég það nú ágætt, er reyndar farin að finna ansi mikið fyrir þyngdinni sem er komin á mig, hlutir eins og að fara í skóna og standa upp úr sófanum eru bara ekki eins auðveldir og áður...hehe. Litli prinsinn hefur það mjög gott í maganum, hann stækkar alveg eðlilega og hreyfingarnar eru mjög góðar. Það er ótrúlega gaman að horfa á magann á sér breyta um lögun eftir því hvernig hann snýr sér

Síðustu vikur hafa verið mjog fróðlegar, við fórum á foreldranámskeið sem var nokkuð athyglisvert. Þetta er ekki beint námskeið um foreldrahlutverkið heldur er meira verið að fara í ferlið fyrir fæðinguna, fæðiguna sjálfa, verkjalyf sem boðið er upp á og svo firstu dagarnir eftir fæðingu. Við horfðum á video þar sem sýnt var frá tvem fæðingum og það var ansi gaman að sjá svipinn á strákunum þegar þeir horfðu á þetta. En núna er maður allavega aðeins fróðari og það ætti ekki margt að koma manni á óvart í fæðingunni sjálfri eftir þetta.

Jæja nóg í bili....skrifa aftur fljótlega

Ásdís bumbulína

10.01.2007 14:53

Gleðilegt nýtt ár

já það er bara komið nýtt ár, trúi því varla hvað tíminn er fljótur að líða!  

Áramótin voru rosa góð, borðuðum rosa góðann mat hjá bróðir hans Kára og skemmtum okkur mjög vel, ég endaði á "djamminu" og klukkan var bara að nálgast hálf fimm þegar ég skreið upp í rúm. Þetta er sko þvílíkt afrek fyrir mig því ég er venjulega farin að geyspa all verulega um tíu leitið á kvöldin..hehe

Venjulega þegar konur eru óléttar er talað um að börnin sparki inn í maganum en ég er sko búin að komast að því að strákurinn okkar Kára er sérstakur, hann sparkar jú alveg en hann klípur líka! Já það varð líklega soldið skrítinn svipurinn á mér þegar ég var að borga í Hagkaup um helgina og kipptist allt í einu til og fór svo að hlægja, það var eins og ég hafi verið klipinn og það inní maganum! Ég krossa nú bara puttana og vona að þetta hafi verið bara þetta eina skipti því ég get sagt ykkur að þetta var ekki það þægilegasta sem ég hef upplifað. Annars höfum við það bara nokkuð gott, finnst ég reyndar alveg vera að springa, en það fylgir þessu bara svo það þýðir lítið að vera að kvarta Það er samt svo stutt eftir, ekki nema 7 vikur og 4 dagar! Ég hætti að vinna 2.febrúar og tel niður dagana, ekki misskilja mig, mér finnst mjög gaman í vinnunni en maður finnur það betur á hverjum degi hvað hvíldin skiptir miklu máli og ég hugsa að það veiti ekki af að slappa all verulega af fyrir átökin. Það er líka margt sem á eftir að gera, taka upp úr kössum, flokka öll fallegu fötinn sem við fengum frá Frosta litla sæta. Svo á eftir að sækja rúmið og skiptiborðið og kaupa það sem vantar. Svo ég sé fram á að ég hafi nóg til að dunda mér við í fríinu. Er búin að lofa mér að vera líka dugleg að fara út, heimsækja fólk og bara njóta þess að vera til

En jæja, best að halda áfram að vinna. Þið fáið svo bumbumyndir bráðlega, ég lofa

Ásdís bumbulína

  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92857
Samtals gestir: 36289
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 06:04:37